Hugsanleg aðild Noregs að ESB

Mánudaginn 06. október 2003, kl. 15:07:35 (147)

2003-10-06 15:07:35# 130. lþ. 4.1 fundur 45#B hugsanleg aðild Noregs að ESB# (óundirbúin fsp.), ÖS
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 130. lþ.

[15:07]

Össur Skarphéðinsson:

Herra forseti. Ég er sammála hæstv. forsrh. og gekk raunar út frá því að ekki mundi hann fara að fyrirskipa Evrópunefndinni hvernig hún ætti að starfa. Hins vegar hnýt ég auðvitað um það að hæstv. forsrh. segir í fyrri hluta svarsins að nú liggi allir hlutir fyrir og það þurfi ekkert að skoða meira, og ég spyr þá: Til hvers er þessi Evrópunefnd? Var það ekki hann sjálfur sem sagði hér í stefnuræðu sinni að hún ætti að skilgreina og skoða og kanna til hlítar mörg atriði?

Herra forseti. Kjell Magne Bondevik hefur orðað það svo að hann sé núna í því sem á norsku heitir tenkebokset. Ég veit ekki hvort þeir hafa svoleiðis þankabox í gamla fangelsinu við Lækjartorg og mér er á síðustu missirum orðið svo prýðilega hlýtt til hæstv. forsrh. og annarra ráðherra að ég óska ekki eftir því að þeir séu lokaðir inni í neinum boxum. Má ég beina því til hæstv. forsrh. að næst þegar hann fer í heimsókn til vinar síns, Kjells Magnes Bondeviks, fái hann kannski að skreppa í tenkebokset með honum.