Lax- og silungsveiði o.fl.

Fimmtudaginn 09. október 2003, kl. 18:00:13 (434)

2003-10-09 18:00:13# 130. lþ. 8.4 fundur 111. mál: #A lax- og silungsveiði o.fl.# (staðfesting bráðabirgðalaga) frv., KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 8. fundur, 130. lþ.

[18:00]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Kjarni málsins er sá að Alþingi setur lögin. Það var Alþingi sem hafði málið til umfjöllunar og það var Alþingi sem komst að þeirri niðurstöðu að of mikill ágreiningur væri um málið til að leggja það fyrir þingheim úr landbn. Niðurstaðan úr þessu var sú að ráðherrann tók sér löggjafarvaldið, setti lög og breytti málinu í engu. Hann náði þar af leiðandi engu meiri samstöðu um málið en áður var. Það ríkir mikill ágreiningur um þetta mál, því miður. Þess vegna verðum við, þegar málið kemur hér til Alþingis á nýjan leik, að taka það fyrir til að finna lausn sem er betri en sú sem frv. leggur til.