Framkvæmdaáætlanir til að ná fram launajafnrétti kynjanna

Fimmtudaginn 16. október 2003, kl. 12:18:17 (670)

2003-10-16 12:18:17# 130. lþ. 12.13 fundur 15. mál: #A framkvæmdaáætlanir til að ná fram launajafnrétti kynjanna# þál., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur, 130. lþ.

[12:18]

Félagsmálaráðherra (Árni Magnússon) (andsvar):

Hæstv. forseti. Eins og ég sagði áðan tel ég margt mjög gott í þáltill. og lýsi vilja mínum til þess að eiga um það góða samvinnu að fella margt sem í henni er inn í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum. Ég er ekki tilbúinn til að tjá mig um það nákvæmlega á þessari stundu hvað það er helst eða hvort við eigum að grípa til þeirra aðgerða sem hv. þm. lýsti áðan með jákvæða mismunun.

Aðeins til að skerpa á því þá er sú könnun sem ég rakti áðan ekki eiginleg launakönnun heldur er þar um viðhorfskönnun til jafnréttismála að ræða þar sem félmrn., forsrn., Jafnréttisstofa og Háskóli Íslands koma að og launamunur kynjanna er eitt af því sem fjallað er um í þeirri könnun en þetta er viðamikil könnun með tilliti til jafnréttismála.