Aukin meðlög

Miðvikudaginn 29. október 2003, kl. 13:56:43 (898)

2003-10-29 13:56:43# 130. lþ. 16.3 fundur 128. mál: #A aukin meðlög# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., ÁSJ
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur, 130. lþ.

[13:56]

Árni Steinar Jóhannsson:

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þm. Margréti Frímannsdóttur fyrir að koma með þessa fyrirspurn. Við gerum okkur grein fyrir, og það kom fram í máli hæstv. ráðherra, að aukin meðlög hefur verið erfitt að innheimta. Ég held að málið þarfnist miklu dýpri skoðunar en kannski bara lagalegrar vegna þess að tilfinning mín er sú að innheimta aukinna meðlaga strandi að langmestu leyti á fjárhagslegri stöðu sérstaklega forsjárlausra feðra en ef til vill mæðra líka.

Ég vil vekja athygli þingheims á því að ég hef sett fram fyrirspurn á þskj. 223 til félmrh. um upplýsingar um stöðu forsjárlausra feðra. Ég held að það sé nauðsynlegt í framhaldi af þessari umræðu að skilgreina stöðu þeirra vegna þess að allir sjá að aukin meðlög verða trauðla innheimt af manni sem er kannski með þrjú börn á framfæri og er láglaunamaður með kannski 100--120 þús. útborgað. Þar liggur e.t.v. aðalvandi málsins.