Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Mánudaginn 03. nóvember 2003, kl. 15:40:08 (1029)

2003-11-03 15:40:08# 130. lþ. 19.8 fundur 191. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# (meðferð hlutafjár) frv., HHj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 130. lþ.

[15:40]

Helgi Hjörvar (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. forsrh. fyrir þetta yfirlit. Þetta virðist þarft mál og til þess fallið að bæta stjórnsýslu alla.

En ég vil nota tækifærið til að spyrja hæstv. forsrh. hvort sömu röksemdir um verkaskiptingu í Stjórnarráðinu og hér hafa verið færðar fram fyrir því að flytja meðhöndlun eignarhluta ríkisins frá fagráðuneytinu til fjmrn. muni þá ekki eiga við um önnur ríkisfyrirtæki. Ég vil þá sérstaklega spyrja hvort það muni ekki eiga við um Landsvirkjun. Væri þá ekki með sama hætti eðlilegt fyrir það fyrirtæki að flytja umsýslu með eignarhlutnum til fjmrn.? Er unnið að því á vegum ríkisstjórnarinnar? Er það í undirbúningi á einhverjum vettvangi og mundu þar ekki sömu sjónarmið liggja að baki?