Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Mánudaginn 03. nóvember 2003, kl. 17:55:55 (1065)

2003-11-03 17:55:55# 130. lþ. 19.8 fundur 191. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# (meðferð hlutafjár) frv., LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 130. lþ.

[17:55]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég fagna þeirri yfirlýsingu hv. þm. að hann sé tilbúinn að bakka út úr þeim misskilningi sem hann hefur haft uppi í þessari umræðu og sé tilbúinn til að ræða áfram þetta mikilvæga mál sem hv. þm. kom með inn í þessa merku símaumræðu og tilflutning á hlutabréfum. Ég fagna því ef hv. þm. er tilbúinn að kyngja þeim misskilningi sem hann hafði hér í frammi.

Það er hins vegar, virðulegi forseti, dálítið hvimleitt í umræðunni þegar ýmsir koma hér í ræðustólinn og fyllyrða, fullyrða einungis í því skyni að aðrir komi hér upp og reyni þá væntanlega að bakka út úr einhverju til þess að reyna að útskýra. Veruleikinn er einfaldlega sá að Samf. hefur sett heilbrigðismálin á dagskrá. Þau hafa ekki verið mikið til umræðu nema þá helst á þeim nótum að fortíðin hafi gefið svör við öllum verkefnum framtíðar, eins og mátti greina hér á ræðu hv. þm. Ögmundar Jónassonar. (Gripið fram í.) Þannig hefur umræðan verið. Við erum hins vegar að setja þessa umræðu á dagskrá. Og það að einhver komi hér upp og sé að afneita einhverri umræðu sem fram fór er náttúrlega algerlega fráleitt. (ÖJ: Og allt misskilningur?) Það er eins og hv. þm. sagði, hann er tilbúinn að bakka út úr þeim misskilningi sem var uppi í hans máli. Og ég held að hv. þm. sé bara maður að meiri að bakka út úr því sem hann fullyrti hér. (ÖJ: Ég er ekki að bakka út úr neinu.)