Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Mánudaginn 03. nóvember 2003, kl. 18:40:35 (1079)

2003-11-03 18:40:35# 130. lþ. 19.8 fundur 191. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# (meðferð hlutafjár) frv., forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 130. lþ.

[18:40]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég mun vera búinn með seinni ræðu mína en ég tek fram að ríkisstjórnin mun beita þeim heimildum sem hún hefur varðandi söluna sem hér verður afgreidd í lagaformi. Ég vil í annan stað vekja athygli á því sem hv. þm. sagði sjálfur í fyrri ræðu sinni að einkavæðingarnefnd er nú að fjalla um þann fasa sem þetta mál mun hafa og er að ganga frá því. Ég á ekki von á að auglýst verði eftir áhugamönnum um kaup á Símanum það sem eftir lifir þessa árs. Ég á ekki von á að það gerist fyrr en á næsta ári þótt ég vilji ekki fullyrða nákvæmlega um tímasetningar í því efni. Mál mun ekki bera að hér frá ríkisstjórninni með formlegum þinglegum hætti en ég vek hins vegar athygli á því sem hv. þm. nefnir, það gefast mörg tækifæri og gott tóm til að fjalla um málið engu að síður með viðræðum við viðkomandi ráðherra.