Lokuð öryggisdeild

Miðvikudaginn 12. nóvember 2003, kl. 15:05:38 (1543)

2003-11-12 15:05:38# 130. lþ. 26.3 fundur 119. mál: #A lokuð öryggisdeild# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., KÓ
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 130. lþ.

[15:05]

Kjartan Ólafsson:

Frú forseti. Ég vil þakka fyrirspyrjanda, hv. þm. Margréti Frímannsdóttur, fyrir að hefja máls á þessu efni. Það er hárrétt sem hér hefur komið fram að réttargeðdeildin á Sogni hefur unnið nánast kraftaverk hvað varðar þær lækningar sem þar hafa verið stundaðar.

Þegar réttargeðdeildinni var valinn staður á Sogni í Ölfusi vildu fáir fá þessa starfsemi inn í sín sveitarfélög. Það voru miklar deilur um hvar þessi stofnun skyldi vistuð á sínum tíma. Það var sveitarstjórn Ölfuss sem réð úrslitum um það er hún tók að sér að vista þessa starfsemi í Ölfusinu. Sjúklingarnir komu þá frá Svíþjóð, þeir höfðu verið vistaðir þar. Nú þegar hefja á þessa starfsemi upp og bæta við hana er rétt að líta til þessarar forsögu í málinu. Ég fagna því að ráðherra kynnti það hér úr ræðustól áðan að Arnarholt kæmi til greina varðandi þessa starfsemi. Ég vona að litið verði til þess starfs sem nú þegar er unnið við heilsugæslustöð Selfoss (Forseti hringir.) og á Litla-Hrauni vegna þess að starfsemin á Litla-Hrauni er og verður og það er þörf fyrir slíka aðstoð eins og þar er og hefur verið.