Breyting á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Mánudaginn 17. nóvember 2003, kl. 15:35:31 (1698)

2003-11-17 15:35:31# 130. lþ. 28.1 fundur 148#B breyting á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (óundirbúin fsp.), fjmrh.
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 130. lþ.

[15:35]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde):

Herra forseti. Ég geri fastlega ráð fyrir því að allir þingmenn þekki þá gagnrýni sem annað slagið skýtur upp kollinum, bæði í þingsal og utan þings, um það að forstöðumönnum gangi illa að halda sig við fjárlög og að fjmrh. gangi illa að fá samráðherra sína til þess að tryggja það að forstöðumenn standi sig hvað varðar framkvæmd fjárlaga. Öll höfum við gagnrýnt þetta og þekkjum þetta mætavel úr fjárlagaumræðunni í þingsalnum.

En svo þegar kemur frv. sem gengur út á það að gera forstöðumönnum auðveldara að standast fjárhagsáætlanir sínar, þá má það náttúrlega ekki. Þá kemur gagnrýni úr annarri átt frá þeim aðilum í þinginu sem oft gagnrýna framúrkeyrslu einstakra stofnana.

Þetta er nú bara svona, herra forseti.