Nám í hagnýtri fjölmiðlun

Mánudaginn 17. nóvember 2003, kl. 15:48:42 (1707)

2003-11-17 15:48:42# 130. lþ. 28.1 fundur 150#B nám í hagnýtri fjölmiðlun# (óundirbúin fsp.), menntmrh.
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 130. lþ.

[15:48]

Menntamálaráðherra (Tómas Ingi Olrich):

Herra forseti. Það hefur verið farið talsvert inn á þær brautir að láta eftirspurn eftir námi ráða námsframboðinu og það er kunnara en frá þurfi að segja að miklar vonir voru bundnar við nám á sviði upplýsingatækni og fjölmiðlunar fyrir nokkrum árum. Það er ekki ólíklegt að þróun atvinnulífsins hafi ekki verið í fullu samræmi við þessar væntingar og ef menn á annað borð eru því fylgjandi, eins og sá sem hér stendur er, að námsframboð sé í tengslum við eftirspurn eftir náminu verða menn jafnframt að hlíta því að þegar atvinnumarkaðurinn þróast með ákveðnum hætti geta nemendur orðið fyrir skakkaföllum þegar atvinnulífið býður ekki fram eins góða aðstöðu til starfsnáms og menn höfðu væntingar til. En þá á líka að bregðast við því með þeim hætti sem áður hefur verið skýrt.