Umræða um bréf forsætisráðuneytis til Alþingis

Mánudaginn 17. nóvember 2003, kl. 15:59:27 (1715)

2003-11-17 15:59:27# 130. lþ. 28.93 fundur 156#B umræða um bréf forsætisráðuneytis til Alþingis# (um fundarstjórn), GAK
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 130. lþ.

[15:59]

Guðjón A. Kristjánsson:

Virðulegi forseti. Í upphafi fundar í dag komu til umræðu bréf sem hafa verið gerð að umræðuefni. Nú vill svo til, virðulegi forseti, að þingflokkur Frjálsl. á ekki sæti í forsn. og hefur þar af leiðandi ekki séð þau bréf sem hér voru rædd. Ég vil spyrja virðulegan forseta með hvaða hætti hann hyggist upplýsa þingflokk okkar um þau málefni sem hér voru rædd.

(Forseti (HBl): Þessi athugasemd laut ekki að fundarstjórn forseta.)