Alþjóðleg viðskiptafélög

Mánudaginn 17. nóvember 2003, kl. 20:14:11 (1775)

2003-11-17 20:14:11# 130. lþ. 28.7 fundur 312. mál: #A alþjóðleg viðskiptafélög# (brottfall laga o.fl.) frv., ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 130. lþ.

[20:14]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Virðuelgi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svörin. Vafalaust verður það ekki erfitt fyrir okkur í efh.- og viðskn. að fá þangað þær upplýsingar um skiptingu þeirra 44 milljóna sem varið var til kynningar á þessu magnaða feilskoti viðskrn. En sökum þess að hæstv. ráðherra getur ekki sagt mér hversu mikið fór til Verslunarráðsins þá er hugsanlegt að þeir sem tala hér á eftir geti gert það. Ég vísa nú til hv. þm. Birgis Ármannssonar.

En þegar maður horfir á þá lýsingu sem hæstv. ráðherra fer með, að 44 millj. kr. er varið til málsins og það eru 14 fyrirtæki sem notfæra sér þessi lög og ekki nema fimm í starfsemi núna, þá er auðvitað hægt að draga þá ályktun að það hafi verið algerlega út í bláinn að eyða þeim peningum. En mér þætti vænt um að heyra svar ráðherrans --- af því að hæstv. ráðherra hefur löngum vélað um margt sem tengist ríkisstyrkjum --- væri það algerlega út í hött af formanni Samf. að draga þá ályktun miðað við það hversu lítið hefur skilast af þessu að þeir peningar sem Verslunarráðið fékk mætti eiginlega skilgreina sem óbeinan ríkisstuðning við Verslunarráðið?