Prestaköll og prestsstöður

Miðvikudaginn 19. nóvember 2003, kl. 19:16:13 (1996)

2003-11-19 19:16:13# 130. lþ. 31.12 fundur 234. mál: #A prestaköll og prestsstöður# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., JBjarn
[prenta uppsett í dálka] 31. fundur, 130. lþ.

[19:16]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Ég vil láta í ljós þá skoðun mína að störf presta og skipan prestakalla í landinu eru og hafa verið um aldir ákveðnir hornsteinar í uppbyggingu á okkar þjóðskipulagi og okkar samfélagslegu þjónustu sem hefur einmitt byggst upp í kringum skipan prestakalla. Hlutverk presta og hvernig kirkjan fer með þjónustu sína skiptir okkur þess vegna öll máli.

Ég tel t.d. að í stöðu Bíldudalsprestakalls þar sem meginþorri íbúanna hafði skorað á biskup og kirkjustjórn Íslands að þangað kæmi prestur til starfa, hefði átt að ráða nokkru um viðbrögð kirkjunnar í þeim efnum, og ráða prest en ekki láta prestakallið standa tómt.

Virðulegi forseti. Ég legg áherslu á að skyldur þjóðkirkjunnar í þessu máli eru miklar og verður að vera hægt að gera til hennar þjóðfélagslegar kröfur.