Tilhögun þingfundar

Þriðjudaginn 02. desember 2003, kl. 13:57:12 (2339)

2003-12-02 13:57:12# 130. lþ. 39.96 fundur 210#B tilhögun þingfundar#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 130. lþ.

[13:57]

Forseti (Halldór Blöndal):

Gert er ráð fyrir því að fjögur síðustu málin komi öll á dagskrá. Jafnframt er gert ráð fyrir því að umræður um 22. dagskrármál, Íslenska táknmálið, og 23. dagskrármál, Breyting á ýmsum lögum vegna íslenska táknmálsins, geti farið fram milli hálffjögur og fjögur.