Ferðaþjónusta bænda

Miðvikudaginn 03. desember 2003, kl. 15:02:54 (2446)

2003-12-03 15:02:54# 130. lþ. 41.25 fundur 361. mál: #A ferðaþjónusta bænda# fsp. (til munnl.) frá landbrh., Fyrirspyrjandi ÖB
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 130. lþ.

[15:02]

Fyrirspyrjandi (Önundur S. Björnsson):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hæstv. landbrh. fyrir hans greiðu svör í þessu máli. Það er óhætt að líta björtum augum til ýmissa atvinnugreina hér á landi m.a. ferðaþjónustu, ferðaþjónustu bænda. En ég held að þótt að víða sé ágæt afkoma hjá ferðaþjónustubændum þá þurfi meira til því mjög margir eru verulega illa á sig komnir, skuldsettir og það sem kannski öllu verra er, það er gengið hart að mönnum. Mér finnst hæstv. ráðherra ekki hafa svarað því hvernig eða hvort hann muni koma að stuðningi við þá bændur í landinu sem hafa reist sér hurðarás um öxl.