Happdrætti Háskóla Íslands

Föstudaginn 05. desember 2003, kl. 13:34:26 (2764)

2003-12-05 13:34:26# 130. lþ. 43.7 fundur 140. mál: #A Happdrætti Háskóla Íslands# (endurnýjað einkaleyfi) frv. 127/2003, GÖg (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 130. lþ.

[13:34]

Guðrún Ögmundsdóttir:

Virðulegur forseti. Ég vil gera örstutta grein út á hvað tillagan gengur. Hún gengur út á það að stytta þann tíma sem einkaleyfi er veitt og er jafnvel í samræmi við greinargerð frá ráðuneytinu sjálfu, en þar segir: ,,Jafnframt er rétt að benda á að hugsanlega getur þurft að stytta leyfisveitinguna ef breyta þarf skipan happdrættismála hér á landi.``

Þetta er í rauninni í anda þeirra hugmynda og þeirra umræðna sem hafa verið um þetta mál og ég tel það vera skynsemi að greiða atkvæði með þessu.