Greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks

Laugardaginn 06. desember 2003, kl. 10:25:26 (2855)

2003-12-06 10:25:26# 130. lþ. 44.2 fundur 420. mál: #A greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks# (tímabundin vinnslustöðvun o.fl.) frv. 136/2003, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 130. lþ.

[10:25]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Ég óska eftir því að ráðherrann upplýsi okkur betur um í hverju höfnun verkalýðshreyfingarinnar fólst. Fólst samráð ríkisstjórnarinnar í því að kynna verkalýðshreyfingunni ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að ráðast að fiskverkunarfólki og skerða atvinnuleysisbætur því til handa eða í hverju fólst tilboð ríkisstjórnarinnar? Við erum að tala um frv. sem snertir starfsöryggi og lífskjör fiskvinnslufólks á Íslandi. Í hverju fólst tilboð ríkisstjórnarinnar um samráð við verkalýðshreyfinguna? Hverju hafnaði verkalýðshreyfingin?