Greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks

Laugardaginn 06. desember 2003, kl. 10:32:19 (2863)

2003-12-06 10:32:19# 130. lþ. 44.2 fundur 420. mál: #A greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks# (tímabundin vinnslustöðvun o.fl.) frv. 136/2003, SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 130. lþ.

[10:32]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Herra forseti. Það er mjög alvarlegt að þetta lendi á fiskvinnslunum vegna þess að þetta muni einkum lenda á þeim fiskvinnslum sem eru ekki í tengslum við útgerð. Þær fiskvinnslur búa nú þegar við skerta samkeppnisstöðu. Við sem sitjum á hinu háa Alþingi ættum frekar að leitast við að jafna samkeppnisstöðu í landinu í staðinn fyrir að koma með enn eina lagasetninguna sem mun gera þessum fyrirtækjum erfiðara fyrir.