Greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks

Laugardaginn 06. desember 2003, kl. 10:54:09 (2866)

2003-12-06 10:54:09# 130. lþ. 44.2 fundur 420. mál: #A greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks# (tímabundin vinnslustöðvun o.fl.) frv. 136/2003, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 130. lþ.

[10:54]

Félagsmálaráðherra (Árni Magnússon) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir gerir að umtalsefni lög nr. 19 frá 1. maí 1979, 3. gr. þeirra laga sem raunar eru óbreytt frá 1958. Þar er fjallað um uppsögn launþega vegna hráefnisskorts. Hafi þetta ákvæði átt rétt á sér árið 1979 þá á það í sjálfu sér ekki síður rétt á sér í dag þrátt fyrir þær breytingar sem við erum að ræða hér um að gera með frv. sem hér er til umræðu. Óski hins vegar verkalýðshreyfingin sérstaklega eftir endurskoðun þessara laga í heild sinni verður að sjálfsögðu farið yfir það mál.

Hv. þm. gerir einnig að umtalsefni það sem hún kallar inngrip í kjarasamninga og uppnám þeirra vegna þessa máls. Ég tel að með framlagningu þessa frv. sem hér hefur verið lagt fram í dag megi augljóslega sjá að hér er alls ekki um inngrip í kjarasamninga að ræða.