Greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks

Laugardaginn 06. desember 2003, kl. 12:19:48 (2887)

2003-12-06 12:19:48# 130. lþ. 44.2 fundur 420. mál: #A greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks# (tímabundin vinnslustöðvun o.fl.) frv. 136/2003, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 130. lþ.

[12:19]

Félagsmálaráðherra (Árni Magnússon) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er að sjálfsögðu tilbúinn til að ræða við verkalýðshreyfinguna um öll þau framfaramál sem við getum náð saman um og hef reyndar átt ágætt samstarf við verkalýðshreyfinguna um mörg ágæt mál. (Gripið fram í.) Hins vegar tel ég að þessi tvö mál séu ekki tengd með þeim hætti sem hér hefur verið rætt og legg áherslu á að það mál sem hér er til umræðu fái þá þinglegu meðferð sem það á skilið.