Almannatryggingar

Laugardaginn 06. desember 2003, kl. 12:59:05 (2896)

2003-12-06 12:59:05# 130. lþ. 44.3 fundur 418. mál: #A almannatryggingar# (aldurstengd örorkuuppbót) frv. 130/2003, SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 130. lþ.

[12:59]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Frú forseti. Nú höfum við fengið að heyra það að þessi tafla hafi verið unnin í heilbrrn. og á ábyrgð hæstv. heilbrrh. Þá er önnur spurning: Hver ber ábyrgðina á töflunni frá því í apríl sl. sem sýnir að það skuli greiða öryrkjum 500 millj. kr. hærri upphæð en samkvæmt töflunni sem fylgir þessu frv.? Er það líka á ábyrgð hæstv. ráðherra? Ber hann einhverja ábyrgð á þeirri töflu? Það væri gott að fá skýr svör um það hver beri ábyrgðina á þeirri töflu og sérstaklega hvers vegna hún hafi ekki komið fram fyrr en löngu eftir kosningar. Var það líka gert með vilja hæstv. heilbrrh.?