Almannatryggingar

Laugardaginn 06. desember 2003, kl. 16:06:53 (2945)

2003-12-06 16:06:53# 130. lþ. 44.3 fundur 418. mál: #A almannatryggingar# (aldurstengd örorkuuppbót) frv. 130/2003, SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 130. lþ.

[16:06]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Herra forseti. Ég hef sérstakan áhuga á ungum framsóknarmönnum í Skagafirði og ég hef sérstakan áhuga á því að bjóða þeim í Frjálslynda flokkinn vegna þess að það er vart hægt að sitja í Framsfl. lengur, þar eru eilíf svik. Meira að segja öryrkjar eru sviknir. Hvað er hægt að ganga langt? Ungir framsóknarmenn hafa líka ályktað sérstaklega um þetta og mér finnst áhugavert að heyra hvað hv. þm. hefur um það að segja að hans eigin flokksmenn séu það hneykslaðir að þeir eru farnir að álykta og telja að hæstv. heilbrrh. sé dreginn áfram af íhaldsmönnum og ráði ekki við eitt né neitt heldur sé bara dreginn áfram og það sé Geir Haarde sem dragi hann áfram á frjálshyggjubraut.