Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 12. desember 2003, kl. 11:55:41 (3266)

2003-12-12 11:55:41# 130. lþ. 49.20 fundur 428. mál: #A stjórn fiskveiða# (línuívilnun o.fl.) frv. 147/2003, Frsm. meiri hluta KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 130. lþ.

[11:55]

Frsm. meiri hluta sjútvn. (Kristinn H. Gunnarsson) (andsvar):

Herra forseti. Það á að fara eftir þeim báðum. Það er eðlilegt. Í fyrsta lagi varðandi 16%. Þar er kveðið á um það hversu miklu menn mega landa umfram aflamarkið í hverri veiðiferð. Í öðru lagi vísar seinni tilvitnunin til þess að ráðherra er heimilt að setja hámark á það magn sem þannig er heimilt að veiða umfram aflamark, en það er átt við heildina hjá öllum þeim sem njóta ákvæðisins en ekki einstaka útgerðarmenn.