Málefni Landspítala -- háskólasjúkrahúss

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 10:07:26 (3319)

2003-12-13 10:07:26# 130. lþ. 50.92 fundur 243#B málefni Landspítala -- háskólasjúkrahúss# (aths. um störf þingsins), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[10:07]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson):

Herra forseti. Það er rétt að fjárlög eru nýafgreidd. Þar voru afgreidd fjárframlög til Landspítala -- háskólasjúkrahúss og samkvæmt fjárlögunum er varanlega bætt í rekstrargrunn Landspítala -- háskólasjúkrahúss 500 millj. kr. Á yfirstandandi ári var bætt inn í rekstrargrunninn 1.100 millj. kr. varanlega. Á yfirstandandi ári eru 1.900 millj. kr. í aukafjárveitingu til spítalans. Á árinu 2002 voru aukafjárveitingar til hans 2.300 millj. kr.

Það er alveg rétt að spítalinn kynnti meiri fjárþörf en þetta. Þetta er samt ákvörðun í fjárlögum. Ég hef tilkynnt spítalanum að þeir verði að laga sig að þessum fjárveitingum en þeir geti gert það á tveimur árum. Það er ekkert annað í spilunum núna. Það er mjög áríðandi að spítalinn geti lagað sig að þessum fjárveitingum og ég tel möguleika á því án þess að stefna í voða þeirri þjónustu sem þar er. Hins vegar tel ég nauðsynlegt að fylgst sé með þessari framvindu og ég hef beðið vinnuhóp fjmrn. hjá okkur í heilbrrn. og í fjárln. að fylgjast með þeirri framvindu, hvernig hún verður þegar kemur fram á árið.