Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 14:22:54 (3416)

2003-12-13 14:22:54# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, PM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[14:22]

Páll Magnússon (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er ágætt að hv. þm. skuli játa á sig þessi mistök. Ég fór yfir það í morgun að hv. þm. lét hafa eftir sér í Fréttablaðinu að hann hefði verið hafður að fífli. Ég spurði hv. þingmann hver hefði haft hann að fífli. Var það formaður Frjálsl. sem samþykkti framlagningu þessa máls en dvelur nú erlendis? Nú gefst hv. þingmanni, sem hlýtur að hafa lesið viðtalið í Fréttablaðinu sem hann kannaðist ekkert við í morgun, tækifæri til að svara því. Hver hafði hann að fífli í málinu?