Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 14:25:05 (3419)

2003-12-13 14:25:05# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, GMJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[14:25]

Grétar Mar Jónsson (andsvar):

Hæstv. þingforseti. Í Frjálsl. hafa menn frelsi til að hafa skoðanir og jafnvel skipta um skoðun ef svo ber undir. En það er annað en virðist vera með blessaðan Framsfl., þar virðast allir vera skikkaðir til þess að hafa sömu skoðun og ekki komast upp með neitt múður eða mas eða að láta heilbrigða skynsemi ráða í málum.