Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 16:24:01 (3462)

2003-12-13 16:24:01# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, GÖrl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[16:24]

Gunnar Örlygsson (andsvar):

Herra forseti. Þetta mál var ekki rætt efnislega í þingflokki Frjálsl. Það hef ég tekið fram áður. Það sem skiptir máli í þessu varðandi trúverðugleika stjórnmálamanna og þingmanna almennt er ekki það sem Kristinn H. Gunnarsson er að tala um í þessu tilliti, þ.e. hvernig störf þingflokks Frjálsl. voru í þessu tiltekna máli heldur á að leggja það í dóm fólks, bæði hér inni og allrar þjóðarinnar, hvort menn séu með eða á móti þessu frv. Um það snýst trúverðugleikinn í þessu máli, hv. þm. Kristinn H. Gunnarsson.