Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 61. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 61  —  61. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um vistferilsgreiningu.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Hefur ráðherra gaumgæft nýlegar niðurstöður íslenskra vísindamanna varðandi vistferilsgreiningu á þorskafurðum og eru líkur á að þessari aðferð verði beitt í auknum mæli hér á landi með það að markmiði að lágmarka umhverfisáhrif matvælaframleiðslu?
     2.      Hversu mikið er um vottaða framleiðsluvöru á Íslandi, hver er staða vottunarstofa og hver er stefna stjórnvalda í þessum málum?