Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 186. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 188  —  186. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað, nr. 88/1995, með síðari breytingum.

Flm.: Halldór Blöndal, Guðmundur Árni Stefánsson, Jónína Bjartmarz,


Sólveig Pétursdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Þuríður Backman,
Birgir Ármannsson.

1. gr.

    Í stað orðanna „Reykjavíkur og Reykjaness“ í 1. mgr. 6. gr. laganna kemur: Reykjavíkurkjördæma suður og norður og Suðvesturkjördæmis.


2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Með breytingu á kjördæmaskipan árið 1999 og nýjum kosningalögum, nr. 24/2000, var Reykjaneskjördæmi skipt þannig að Suðurnes, Reykjanes sunnan Straumsvíkur, ásamt hinu eldra Suðurlandskjördæmi, mynda nú Suðurkjördæmi. Með hliðsjón af þessu er í frumvarpinu lagt til að sömu reglur gildi um þingfararkostnað (húsnæðis- og dvalarkostnað) alþingismanna sem búsettir eru á Suðurnesjum og gilda um aðra þingmenn Suðurkjördæmis. Jafnframt er gerð orðalagsbreyting sem leiðir af skiptingu Reykjavíkur í tvö kjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi suður og Reykjavíkurkjördæmi norður.