Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 252. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 272  —  252. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um fé til textunar sjónvarpsefnis.

Frá Sigurlín Margréti Sigurðardóttur.



     1.      Hversu mikið hefur verið nýtt af því fé sem menntamálaráðherra veitti Sjónvarpinu 23. apríl sl. til textunar innlends efnis?
     2.      Hvað hafa verið textaðar margar mínútur frá 23. apríl sl.?
     3.      Hvað er áætlað að texta margar mínútur til 31. desember nk.?
     4.      Hvaða áform eru um fjárveitingar til textunar á næsta ári?
     5.      Eru uppi hugmyndir um að fleiri sjónvarpsstöðvar en Sjónvarpið fái fjárveitingar til að texta innlent efni?


Skriflegt svar óskast.