Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 191. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 528  —  191. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um sölu ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf., nr. 75/2001.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ólaf Davíðsson frá forsætisráðuneyti. Umsagnir bárust frá Og Vodafone, Landssíma Íslands hf., Snerpu, Byggðastofnun, Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, Viðskiptaháskólanum á Bifröst, Grímsnes- og Grafningshreppi, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Akraneskaupstað, Háskólanum á Akureyri og Djúpavogshreppi.
    Í frumvarpinu er lagt til að fjármálaráðherra fari með hlutabréf ríkissjóðs í Landssíma Íslands hf. í stað samgönguráðherra. Nefndin telur heppilegt að flytja handhöfn hlutafjár ríkisins á hlutabréfum í Landssímanum frá þeim ráðherra sem fer með fjarskiptamál og til fjármálaráðherra í samræmi við þá meginreglu, sem kemur fram í reglugerð um Stjórnarráð Íslands, að fjármálaráðuneytið fari með mál er varða eignir ríkisins, þar á meðal verðbréf og hlutabréf, og fyrirsvar þeirra vegna.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt.
    Bjarni Benediktsson og Ágúst Ólafur Ágústsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins. Kolbrún Halldórsdóttir sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi. Hún stendur ekki að álitinu og mun gera grein fyrir afstöðu sinni við 2. umræðu málsins.

Alþingi, 2. des. 2003.



Jónína Bjartmarz,


form., frsm.


Guðrún Ögmundsdóttir.


Birgir Ármannsson.



Katrín Júlíusdóttir.


Sigurjón Þórðarson.


Sigurður Kári Kristjánsson.



Sigurrós Þorgrímsdóttir.