Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 409. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 548  —  409. mál.




Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um litförótt í íslenska hestakyninu.

Frá Össuri Skarphéðinssyni, Merði Árnasyni og Björgvini G. Sigurðssyni.



     1.      Hversu margir litföróttir hestar eru taldir vera í landinu? Hversu hátt hlutfall eru þeir af íslenska stofninum? Hvernig hefur hlutfallið þróast frá þeim tíma sem upplýsingar ná fyrst til?
     2.      Er eitthvað sérstakt við erfðir litföróttra hrossa sem veldur fæð þeirra í stofninum?
     3.      Hve margir fyrsta flokks litföróttir stóðhestar eru nú í landinu sem hæfir eru til dóma á sýningum? Hve margir fyrsta flokks litföróttir stóðhestar eru taldir vera í eigu erlendra aðila, og þá í hvaða löndum?
     4.      Hversu margir litföróttir úrvalskynbótagripir hafa verið keyptir með aðstoð stofnverndarsjóðs íslenska hestakynsins? Hvað kostuðu kaupin í sérhverju tilviki?
     5.      Hversu tókst til í þessum tilvikum, að mati stjórnarmanna eða sérfræðinga ráðuneytisins?
     6.      Hefur stofnverndarsjóðurinn stuðlað með öðrum hætti að eflingu litförótta hestakynsins, sbr. 15. gr. laga nr. 70/1998?
     7.      Hvernig var varið til verndar litförótta stofninum þeirri milljón króna sem ráðherra lofaði sérstaklega á Alþingi 9. febrúar 2000 að nota til að efla stofninn?
     8.      Hefur verið gert sérstakt átak til að koma í veg fyrir að liturinn glatist úr íslenska hestakyninu? Ef svo er, hver er hlutur stjórnvalda í því?
     9.      Hefur erfðanefnd landbúnaðarins á einhvern hátt hugað að varðveislu og nýtingu erfðaauðlinda sem felast í litföróttum hrossum?


Skriflegt svar óskast.