Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 312. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 619  —  312. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 31/1999, um alþjóðleg viðskiptafélög.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Þóru Hjaltested frá viðskiptaráðuneytinu.
    Umsagnir bárust frá Samtökum iðnaðarins, Samtökum atvinnulífsins, Fjármálaeftirlitinu, Sambandi íslenskra tryggingafélaga, Samtökum banka og verðbréfafyrirtækja, Samtökum verslunarinnar – Félagi íslenskra stórkaupmanna, Seðlabanka Íslands, Félagi löggiltra endurskoðenda, Lögmannafélagi Íslands, Alþýðusambandi Íslands, Kauphöll Íslands hf. og Verslunarráði Íslands.
    Með frumvarpinu er lagt til að útgáfu starfsleyfa til alþjóðlegra viðskiptafélaga verði hætt frá og með 1. janúar 2004 og að starfsleyfi félaga sem þegar hafa fengið starfsleyfi falli úr gildi 1. janúar 2008 samhliða því að lögin falla úr gildi.
    Í ljósi þeirrar reynslu sem fengin er af lögunum og röksemda sem tíundaðar eru í greinargerð lýsir nefndin sig fylgjandi frumvarpinu. Nefndin telur þó rétt að að gefa markaðnum ráðrúm til að átta sig á breytingunum og leggur því til að ekki verði tekið fyrir útgáfu nýrra starfsleyfa fyrr en 1. mars 2004.
    Nefndin leggur því til að frumvarpið verði samþykkt með svofelldri

BREYTINGU:

    Í stað dagsetningarnar „31. desember 2003“ í ákvæði til bráðabirgða komi: 1. mars 2004.

    Ögmundur Jónasson og Jóhanna Sigurðardóttir skrifa undir álitið með fyrirvara við breytingartillöguna. Össur Skarphéðinsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 9. des. 2003.



Pétur H. Blöndal,


form., frsm.


Kristinn H. Gunnarsson.


Gunnar Birgisson.



Birgir Ármannsson.


Páll Magnússon.


Lúðvík Bergvinsson.



Jóhanna Sigurðardóttir,


með fyrirvara.

Ögmundur Jónasson,


með fyrirvara.