Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 530. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 805  —  530. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um fjárveitingar til rannsóknastofnana.

Frá Ásgeiri Friðgeirssyni.



    Hversu mikið fé var veitt úr opinberum sjóðum á vegum menntamálaráðuneytis til vísinda, rannsókna og þróunarstarfs eftirtalinna stofnana árin 2001, 2002 og 2003 og úr hvaða sjóðum rann féð, hver ákvað fjárveitingarnar og á hvaða forsendum:
    Háskóla Íslands,
    Félagsvísindastofnunar Háskólans,
    Guðfræðistofnunar Háskólans,
    Bókmenntafræðistofnunar Háskólans,
    Heimspekistofnunar Háskólans,
    Íslenskrar málstöðvar,
    Málvísindastofnunar Háskólans,
    Sagnfræðistofnunar Háskólans,
    Stofnunar Sigurðar Nordals,
    Orðabókar Háskólans,
    Stofnunar í erlendum tungumálum,
    Stofnunar Árna Magnússonar,
    Hugvísindastofnunar Háskólans,
    Lagastofnunar Háskólans,
    Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði,
    Rannsóknastofu í heilbrigðisfræði,
    Rannsóknastofu í líffærafræði,
    Lífeðlisfræðistofnunar Háskólans,
    Rannsóknastofu í meinafræði,
    Tilraunastöðvar Háskólans í meinafræði að Keldum,
    Raunvísindastofnunar Háskólans,
    Líffræðistofnunar Háskólans,
    Rannsóknaseturs Vestmannaeyja,
    Verkfræðistofnunar Háskólans,
    Viðskiptafræðistofnunar Háskólans,
    Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns,
    Rannsóknaþjónustu Háskólans,
    Sjávarútvegsstofnunar Háskólans,
    Rannsóknastofu í kvennafræðum,
    Alþjóðamálastofnunar Háskólans,
    Umhverfisstofnunar Háskólans,
    Háskólans á Akureyri,
    Kennaraháskóla Íslands,
    Tækniháskóla Íslands,
    Listaháskóla Íslands,
    Viðskiptaháskólans á Bifröst,
    Háskólans í Reykjavík,
    Námsmatsstofnunar,
    Þjóðminjasafns Íslands,
    Norrænu eldfjallastöðvarinnar,
    Listasafns Íslands?


Skriflegt svar óskast.