Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 883. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Nr. 22/130.

Þskj. 1731  —  883 mál.


Þingsályktun

um aðild að Gvadalajara-samningi og Montreal-bókun nr. 4 og um fullgildingu Montreal-samnings.


    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að Ísland gerist aðili að samningi um samræmingu tiltekinna reglna varðandi loftflutninga milli landa sem annar aðili en hinn samningsbundni flytjandi annast, sem er viðbót við Varsjársamninginn, sem gerður var í Gvadalajara 18. september 1961, og Montreal-bókun nr. 4 um breytingar á samningnum um samræmingu nokkurra reglna varðandi loftflutninga milli landa, er undirritaður var í Varsjá 12. október 1929, eins og honum var breytt með bókuninni sem gerð var í Haag 28. september 1955, undirrituð í Montreal 25. september 1975, og að fullgilda fyrir Íslands hönd samning um samræmingu tiltekinna reglna varðandi loftflutninga milli landa sem gerður var í Montreal 28. maí 1999.

Samþykkt á Alþingi 19. maí 2004.