Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 750. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1798  —  750. mál.




Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 26. maí.)



1. gr.

    Á eftir orðunum „Nú er dótturfélag í eigu samvinnufélags“ í 5. mgr. 55. gr. laganna kemur: eða sparisjóðs.

2. gr.

    Við 5. mgr. 103. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sömuleiðis er lögreglu skylt að færa aðila til skýrslugjafar hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins ef hann hefur að forfallalausu ekki sinnt kvaðningu þess efnis.

3. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Fjárhæðir í ákvæðum A- og B-liðar 68. gr., 77. gr., 82. gr. og 83. gr. laganna, sem breytt var með lögum nr. 143/2003, um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt, koma til framkvæmda við álagningu tekjuskatts og eignarskatts á árinu 2004 vegna tekna og eigna á árinu 2003 og við ákvörðun bóta á árinu 2004. Enn fremur kemur ákvæði c-liðar 5. gr. laga nr. 143/2003, um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt, til framkvæmda við álagningu tekjuskatts og eignarskatts á árinu 2004 vegna tekna og eigna á árinu 2003.

4. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.