Vatnalög

Fimmtudaginn 27. janúar 2005, kl. 11:10:50 (3726)


131. löggjafarþing — 62. fundur,  27. jan. 2005.

Vatnalög.

413. mál
[11:10]

Forseti (Þuríður Backman):

Forseti vill geta þess að hún mun taka tillit til þeirra ábendinga sem hér hafa komið fram. Vegna þeirrar stöðu sem þingið stendur frammi fyrir, að hér eru fáir mættir til að taka þátt í þessari mikilvægu umræðu, mun forseti verða við þeirri beiðni að ljúka ekki umræðu núna fyrir hádegið en það er rétt að þeir sem hafa sett sig á mælendaskrá geti hafið framsögur sínar núna og lokið þeim síðar.