Vatnalög

Fimmtudaginn 27. janúar 2005, kl. 11:17:35 (3729)


131. löggjafarþing — 62. fundur,  27. jan. 2005.

Vatnalög.

413. mál
[11:17]

Mörður Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég fagna þeirri ákvörðun að umræðu um þetta mál verði frestað. Ég vil hins vegar segja fyrir mig að ef ég ætti kost á mundi ég frekar vilja flytja mitt mál síðar. Ég set það í vald fundarstjóra, ég get auðvitað flutt það núna en ég er ekki talsmaður míns flokks í málum sem falla undir iðnaðarnefnd. Ég er í umhverfisnefnd og hef þá aðkomu að þessu. Ég get komið hér með þær athugasemdir sem ég hef við þetta frumvarp að því leyti sem ég hef lesið það og undirbúið, sem ég hef gert að nokkru leyti. Ég get gert það ef forseti vill en ég mundi óska eftir því, ef hægt er, að gera það fremur síðar.