Menntunarmál geðsjúkra

Miðvikudaginn 02. febrúar 2005, kl. 14:47:54 (4068)


131. löggjafarþing — 65. fundur,  2. feb. 2005.

Menntunarmál geðsjúkra.

100. mál
[14:47]

Ásta R. Jóhannesdóttir (Sf):

Frú forseti. Ég þakka fyrir þessa umræðu og yfirferð um málið. Það var rætt hér fyrir jól og þá voru þessi mál í uppnámi en ég fagnaði því, og gerði það reyndar á heimasíðu minni, þegar fé var tryggt til verkefnisins frá hæstv. ráðherra til að hægt væri að halda því gangandi. Ég er sammála því að Fjölmennt sinni þessari fræðslu eins og öðru námi fyrir fatlaðra en tek undir að það þarf að tryggja það til lengri tíma því það er bagalegt þegar framtíð náms fyrir geðfatlaða eða geðsjúka fer í óvissu. Það er mjög erfitt fyrir þá sem líða fyrir þennan sjúkdóm að búa við slíkt ástand þannig að það er mjög mikilvægt.

Svo langar mig í lokin til að velta því upp hvort ekki sé ástæða til þess að þetta nám sé í skólakerfinu eins og annað nám þannig að geðsjúkir sem eru í endurhæfingu eða námi fari ekki endilega inn í sitt eigið hús heldur út í skólakerfið. Ég held að það sé líka mikilvægt að þeir séu innan um aðra nemendur (Forseti hringir.) og það sé eitthvað sem við eigum að velta fyrir okkur.