Mælendaskrá og umræðuefni í fyrirspurnum

Miðvikudaginn 02. febrúar 2005, kl. 15:11:02 (4079)


131. löggjafarþing — 65. fundur,  2. feb. 2005.

Um fundarstjórn.

[15:11]

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S):

Hæstv. forseti. Það komu hér ýmsir þingmenn, ekki bara einn heldur tveir ef ekki þrír, sem sérstaklega fjölluðu um heimsókn Samfylkingarinnar í þennan glæsilega barnaskóla sem er í Garðabæ ...

(Forseti (JóhS): Hér er ekki verið að tala um fundarstjórn forseta.)

Hæstv. forseti. Ég er að útskýra mitt mál og hvernig fundarstjórn forseta samræmist nákvæmlega því sem var sagt hér áðan. Ég er að útskýra hvernig það var. Það er alveg ljóst að ég var að halda mig við fundarstjórn og fundarsköp þingsins í mínu síðara svari með því að taka upp það sem þingmenn höfðu verið að ræða um á undan mér. Mátti ég ekki innan fundarskapa þingsins ræða nákvæmlega þá punkta sem þingmenn sjálfir höfðu bryddað upp á? Ég var ekki að koma með þá heldur voru það þingmenn sjálfir. Eða er það bara þannig að það sé svo erfitt fyrir þingmenn að hlusta á þessa punkta sem ég nefndi?