Þróunarsjóður sjávarútvegsins

Þriðjudaginn 08. febrúar 2005, kl. 18:52:03 (4326)


131. löggjafarþing — 68. fundur,  8. feb. 2005.

Þróunarsjóður sjávarútvegsins.

387. mál
[18:52]

sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég skil vel að menn vilji gera góða hluti á báða bóga en menn nota einfaldlega ekki sömu krónuna til þess að gera tvo hluti í einu. Það hefur þegar verið ákveðið með lögum að ráðstafa þessum fjármunum til hafrannsókna og okkur veitir ekkert af þeim. Það er ekki hægt að skjóta sér bak við að þetta sé einhvern veginn öðruvísi. Ef menn rýra þessa fjármuni þá er verið að draga úr þeim möguleikum sem við höfum til þess að rannsaka umhverfið. Eins og hv. þingmaður vitnaði til þá er mjög margt að gerast í lífríkinu í kringum okkur sem veitir ekki af að rannsaka og við þurfum á þessum peningum að halda til þess að gera það vel.