Afnám laga um Tækniháskóla Íslands

Fimmtudaginn 24. febrúar 2005, kl. 18:14:29 (5167)


131. löggjafarþing — 80. fundur,  24. feb. 2005.

Afnám laga um Tækniháskóla Íslands.

398. mál
[18:14]

Frsm. meiri hluta menntmn. (Gunnar Birgisson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég átta mig ekki á þessari spurningu frá hv. þingmanni.

Samþykktir, hvort sem er sjálfseignarstofnunar eða einkahlutafélags úti í bæ sem tekur að sér slíkan rekstur, eru ekki háðar lagasetningu. Þetta er alveg fáheyrt. Ég skil ekki þá skoðun. Ég heyrði í ræðu hv. þingmanns áðan þar sem hann kom inn á þetta.

Hann talaði einnig um einkavæddan ríkisrekstur, sem er partur af því. Já, þetta er einnig einkavæðing. (JBjarn: Þetta er sem sagt einkavæðing.) Þetta er þrennt: Það koma fjárframlög frá ríkinu. Það kemur inn fé vegna skólagjalda. Það koma fjárframlög vegna hlutafjár inn í fyrirtækið. Á þessu þrennu byggist þetta. Þetta er ekki flókið mál en þú getur ekki ætlast til þess, hv. þingmaður, að menn fari með þetta í gegnum þingið.