Upphæð ellilífeyris og skerðingarreglur

Mánudaginn 07. mars 2005, kl. 15:07:34 (5375)


131. löggjafarþing — 84. fundur,  7. mars 2005.

Upphæð ellilífeyris og skerðingarreglur.

[15:07]

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Ég þakka fjármálaráðherra fyrir svörin. Ég tel að ég hafi fengið litlar undirtektir við það efni í spurningunum sem ég lagði fram, hvort ástæða væri til að líta til stöðu ellilífeyrisþega að þessu leyti, þar sem hæstv. fjármálaráðherra taldi í raun og veru bæði dæmin sem ég nefndi, varðandi lágmarksbæturnar annars vegar og skerðingarregluna hins vegar, eðlileg. Ég er algerlega ósammála hæstv. fjármálaráðherra um að þessi staða sé ásættanleg í framtíðinni og ég hygg að stjórnarandstaðan sé að langmestu leyti sammála mér um að staða eldri borga í landinu er óásættanleg og svör ráðherra valda þess vegna vonbrigðum.