Tillögur tekjustofnanefndar

Mánudaginn 21. mars 2005, kl. 15:19:53 (6091)


131. löggjafarþing — 93. fundur,  21. mars 2005.

2. fsp.

[15:19]

fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Virðulegi forseti. Þetta er auðvitað margþætt mál, spurningin um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga, og búið að togast á um þetta mjög lengi. Það fékkst um málið niðurstaða sem ég taldi viðunandi, þó að hún byggðist á einhliða tilfærslu og tekjurýrnun ríkissjóðs með mjög stórfelldum hætti á næstu árum, vegna þess að ég sá í hendi mér að það var eðlilegt og hægt að færa fyrir því rök að viss sveitarfélög stæðu það höllum fæti að þau þyrftu meira fjármagn frá ríkinu. Það er það sem við höfum verið að reyna að ná samkomulagi um. Síðan kemur á daginn að vegna þess að í pakkanum er stórfelldur flutningur fjármuna vegna greiðslu fasteignaskatta af eigum ríkisins er engu líkara en að borgin hafi af þeim sökum talið sig hafa svigrúm sem ekki var fyrir hendi nokkrum dögum áður.

Ég verð að segja, virðulegi forseti, að mér finnst þetta ekki trúverðugt og mér finnst þetta því miður ekki til marks um það góða samstarf sem á að ríkja milli ríkis og sveitarfélaga í þessum efnum. Þetta er ekki (Forseti hringir.) til marks um það.