Konur sem afplána dóma

Miðvikudaginn 30. mars 2005, kl. 15:31:13 (6267)


131. löggjafarþing — 99. fundur,  30. mars 2005.

Konur sem afplána dóma.

626. mál
[15:31]

dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason) (S):

Virðulegi forseti. Það hefur ekki verið rætt við mig að slíkt úrræði yrði notað sérstaklega fyrir konur eða að konum stæði það til boða. Það þýðir þó ekki að ekki hafi verið hugað að því. En það hefur ekki verið rætt sérstaklega við mig, ef fyrirspyrjandi vísar til þess. Ég veit ekki hvað Fangelsismálastofnun ætlar sér í því efni.