Framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum

Þriðjudaginn 05. apríl 2005, kl. 14:49:34 (6576)


131. löggjafarþing — 103. fundur,  5. apr. 2005.

Framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum.

723. mál
[14:49]

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Ég átta mig í rauninni ekki á hvað hæstv. ráðherra er að fara með þessum breytingum. Fyrir liggur að mjög aðkallandi er að breyta þessum lögum en ég sé ekki að þessi breyting sé sú mest aðkallandi, vegna þess að það er einungis hálft ár eftir af þeim gildistíma sem styrkveitingarnar ná yfir. 31. desember 2005 rennur út það tímabil sem hægt er að sækja um styrk fyrir. Ég hefði talið miklu nær að horfa til þess að lengja það tímabil ef menn eru á annað borð að breyta lögunum í staðinn fyrir að fara í að einkavæða skolpræsin. Ég vil spyrja hæstv. ráðherra hvort það standi til. Ég spyr vegna þess að það er talsvert ógert í þessum málum, sérstaklega á landsbyggðinni.