Framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum

Þriðjudaginn 05. apríl 2005, kl. 16:00:59 (6604)


131. löggjafarþing — 103. fundur,  5. apr. 2005.

Framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum.

723. mál
[16:00]

Gunnar Birgisson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er svo sem sama tuggan sem ég er að fara hér aftur og aftur í, en endurgreiðsla á þessu hefði líka getað gengið beint til sveitarfélagsins. Ég er ekkert á móti því. Ég sagði áður, virðulegi forseti, að hún ætti alveg eins að ganga til einkaaðila og til sveitarfélagsins ef menn ætla að fara þá leið. Og af því að hv. þingmaður benti hér á sveitarfélagið Hveragerði og að þeir hefðu selt holræsaveituna sína eftir að hafa fengið styrk í hana og lokið við hana þá væri nú gaman að sjá hvernig reikningar þess bæjarfélags líta út þar sem oddvitinn þar heitir Árni Magnússon og er hæstv. félagsmálaráðherra. Þar hlýtur að vera allt í lagi með styrkina.

Þetta er sams konar mál og hvað varðar einkaframkvæmd grunnskóla, leikskóla, íþróttahúsa og þess háttar. Með þessu er verið að hvetja menn að fara þá leið og því mun ég ekki styðja málið.