Hlutur húsnæðiskostnaðar í neysluverðsvísitölu

Miðvikudaginn 06. apríl 2005, kl. 12:09:51 (6641)


131. löggjafarþing — 104. fundur,  6. apr. 2005.

Hlutur húsnæðiskostnaðar í neysluverðsvísitölu.

527. mál
[12:09]

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda. Það er mikilvægt að í forsendum vísitalnanna felist ekki sérstakt sjálfskaparvíti fyrir okkur. Nú hef ég skilið það svo að á flokksstjórnarfundi Framsóknarflokksins hafi verið ályktað almennt gegn verðtryggingunni og vil ég því nota tækifærið og inna ráðherrann eftir því hvort hann hafi einhverjar fyrirætlanir um að draga úr vægi verðtryggingarinnar eða taka einhver skref til að minnka vægi hennar í efnahagslífinu og fylgja fram stefnuyfirlýsingum flokksstjórnarfundarins eða hvort þessi mál séu yfir höfuð ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar.