Lífeyrissjóður bænda

Fimmtudaginn 07. apríl 2005, kl. 11:18:17 (6768)


131. löggjafarþing — 106. fundur,  7. apr. 2005.

Lífeyrissjóður bænda.

696. mál
[11:18]

fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Um þetta vil ég engu spá. Ég vil bara segja að við erum að opna heimildir sem getur verið nauðsynlegt að nýta á síðari stigum og þá samkvæmt ábendingum, tillögum eða ákvörðunum á vettvangi sjóðsins. Ég held að nauðsynlegt sé að gera það vegna þess að þessi framkvæmd hefur verið að skjóta rótum í öðrum sjóðum og það hefur ekki verið svigrúm til þess vegna lagaákvæðanna um þennan tiltekna sjóð.