Samgönguáætlun fyrir árin 2005--2008

Þriðjudaginn 12. apríl 2005, kl. 14:17:13 (7040)


131. löggjafarþing — 108. fundur,  12. apr. 2005.

Samgönguáætlun fyrir árin 2005--2008.

721. mál
[14:17]

samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég lít ekki á það sem sögusagnir sem greiningardeildir bankanna leggja til.

Ég vil vekja athygli hv. þingmanns á því að ekki er mikill niðurskurður framkvæmda á því svæði sem hann nefndi og finnst ýmsum nóg um hversu mikið er að gert í framkvæmdum í Norðvesturkjördæmi. Í það minnsta fæ ég stundum að heyra það og á væntanlega eftir að heyra þann söng í umræðunni í dag.

Ég met þó mikils að hv. þingmaður skuli bera hag samgöngumannvirkjanna fyrir brjósti. Hv. þingmaður situr í fjárlaganefnd. Hann veit algerlega út á hvað það gengur að hafa hemil á ríkisútgjöldum. Markmið ríkisstjórnarinnar ganga út á það að hafa jafnvægi í ríkisútgjöldum og gæta þess (Forseti hringir.) að þau raski ekki öðrum áformum efnahagslífsins. Það skiptir afar miklu máli.